Almennir Skilmálar

Almennt

Eftirfarandi skilmálar gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefnum veiditannastadir.is. Skilmálarnir sem samþykktir eru með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum. Um öll þau kaup og viðskipti sem koma til með að eiga sér stað fyrir milligöngu Greiðsluþjónustu Borgunar gilda þau landslög sem eiga við hverju sinni.

Kaupandi, samkvæmt skilmálum þessum, er einstaklingur sem kaupir veiðileyfi fyrir landi Tannastaða fyrir milligöngu Greiðsluþjónustu Borgunar.

Seljandi, samkvæmt skilmálum þessum, er Veiðileyfi Tannastöðum sem selur veiðileyfi sem um ræðir fyrir milligöngu Greiðsluþjónustu Borgunar.

Veiðileyfi Tannastöðum sem rekið er af landeigendum Tannastaða, er umboðsaðili í þeim viðskiptum sem um ræðir, Veiðileyfi Tannastöðum er til heimilis að Hólsvegi 11, 104 Reykjavík, kennitala seljanda er 091256-2589.

Verslunarskilmálar

Með því að framkvæma viðskipti í gegnum Greiðsluþjónustu Borgunar og staðfesta skilmála þessa með slíkum kaupum, skuldbindur Kaupandi sig til að kaupa ávísun á veiðileyfi fyrir landi Tannastaða sem hann síðan framvísar til seljanda. Kvittun fyrir kaupum er send með tölvupósti til Kaupanda þegar greiðsla hefur borist til Greiðsluþjónustu Borgunar.

Upplýsingar um veiðileyfi eru settar fram í samræmi við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar á vefnum veiði.tannastadir.com og ber Seljandi alla ábyrgð á að seldur dagur standi kaupanda til boða þegar greiðsla hefur borist til Greiðsluþjónustu Borgunar.  Fáist veiðileyfi ekki afhend við afhendingu kvittunar vegna vanefnda Seljanda þá getur Kaupandi krafið Seljanda um endurgreiðslu.

Þau verð sem koma fram á Greiðsluþjónustu Borgunar grundvallast alfarið á verðupplýsingum frá Seljanda.  Veiðileyfi Tannastaðum er í einstaka tilfellum heimilt að breyta verði vöru eða þjónustu og þá aðeins til lækkunar. Veiðileyfi Tannastaða áskilur sér allan rétt til að breyta tilboðum eða taka tilteknar veiðidaga úr sölu.

Öll verð á vefsíðunni og útsendum póstum eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.

Skilmálar þessir ákvarðast af Veiðileyfi Tannastöðum og koma fram á vefsíðunni veidi.tannastadir.com. Veiðileyfi Tannastöðum vekur sérstaka athygli á því að þessir skilmálar gilda einungis um viðskipti Kaupanda við kaup á veiðileyfum fyrir landi Tannastaða.

Þær upplýsingar sem koma fram í skilmálum þessum koma fram á vefnum veidi.tannastadir.com og á fylgiskjölum kvittana. Um undantekningar skal semja sérstaklega við Seljanda.

Veiðileyfi Tannastöðum selur ávísanir (kvittun fyrir kaupum) sem veitir Kaupanda rétt til þess að fá veiða á þeim dögum sem ávísunin (kvittun fyrir kaupunum) vísar til. Veiðileyfi Tannastöðum ber þannig enga ábyrgð veiðivæntingum eða veðurskilyrðum.

Ef það kemur fram galli s.s. tvíbókun á veiðileyfum sem Veiðileyfi Tannastaða selur eða galli sá er tilkominn vegna einhvers sem rekja má til, rekstaraðila síðunnar veidi.tannastadir.com eða aðila á hans vegum, þá á Kaupandi rétt á að fá bætt úr gallanum í samræmi við almennar reglur sem gilda um þau viðskipti. Kaupandi skal upplýstur um alla galla innan 3 daga frá móttöku keypts veiðileyfis og mun Veiðileyfi Tannastöðum upplýsa Kaupanda um úrbætur vegna gallans innan 30 daga frá því að kaup eiga sér stað.

Ef Kaupandi fær ekki afgreidda kvittun fyrir veiðileyfi sem hin keypta ávísun veitir honum tilkall til, þá á Kaupandi rétt á endurgreiðslu. Veiðileyfi Tannastöðum ber ekki ábyrgð á ef kaupandi gefur upp rangt netfang og kvittun berst honum þar af leiðandi ekki.

Trúnaðarupplýsingar

Greiðsluþjónustu Borgunar heitir Kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem Kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Um meðferð allra persónuupplýsinga fer í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd. Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni Greiðsluþjónustu Borgunar. Aðeins Greiðsluþjónustu Borgunar hafa aðgang að þeim og utan þess sem krafist er til að koma á viðskiptum milli söluaðila og viðskiptavina síðunnar eru þær aldrei veittar þriðja aðila.

Öll vinnsla kreditkortanúmera á Greiðsluþjónustu Borgunar er dulkóðuð og fara þær upplýsingar í gegnum heimasvæði Borgunar. Þegar kaupandi staðfestir kaup á Veiðileyfi Tannastöðum er heimild fengin fyrir viðkomandi upphæð.

Uppsögn og riftun samnings

Kaupandi getur rift samningi ef Veiðileyfi Tannastöðum virðir ekki skyldur sínar samkvæmt samningi. Kaupandi getur jafnframt óskað eftir breytingu á seldum veiðidegi skriflega, ef sú ósk berst skriflega á netfangið veidi@veiditannastadir.is 30 dögum fyrir seldan dag, án ástæðu.

Veiðileyfi Tannastöðum getur rift samningi við brot á skilmálum af hendi Kaupanda og á þá Kaupandi ekki rétt á endurgreiðslu.

Allar óskir um breytingar á seldum dögum skulu vera skriflegar.

Kaupandi veiðileyfis skal ávallt hafa kvittun greiðslu eða aðra sönnun um að eiga veiðileyfi selds dags til að sýna eftirlitsmanni á veiðistað. Eftirlitsmaður getur vísað mönnum frá ef ekki er hægt að sýna fram á gilt veiðileyfi.

Veiðileyfi Tannastöðum áskilur sér rétt til að breyta skilmálum hvenær sem er.

Ef upp koma vandamál skal hafa samband við umsjónarmenn í síma: 891 74 03 (Jón) eða 893 10 06 (Jens)

Einnig má senda fyrirspurn á netfangið: veidi@tannastadir.com eða á síðunni Veiditannastadir.is/Hafa Samband