Forsíða

Velkomin á sölusíðu veiðileyfa fyrir landi Tannastaða

LAXVEIÐIÁRIÐ 2024 ER UPPSELT

Þeir sem kaupa veiðileyfi þurfa að hafa í huga

– Sleppa skal öllum laxi sem veiddur er fyrir 1. júlí.

– Mælst er til að öllum laxi yfir 70cm verði sleppt

Kynning Veiðistaða fyrir landi Tannastaða

Staðsetning

Tannastaðir eru um 7 km. frá Selfossi og standa undir Ingólfsfjalli þar sem mjóst er milli fjalls og árinnar, Sjá kort.

Veiðisvæði

Veiðisvæði fyrir landi Tannastaða er um 3 km. og nær frá Alviðru um 1 km. upp í Sog að Laugarbakkalandi um 2 km. niður Ölfusá, Sjá Veiðistaðir.

Veiðihús

Veiðihús Tannastaðir
Veiðihús Tannastaðir

Gott veiðihús fylgir veiðileyfum á Tannastöðum sem stendur við ármótin þar sem Sog og Hvítá koma saman. Eftir að árnar koma saman og mynda Ölfusá gætir Sogsvatns með öllu Tannastaðalandi. Veiðihús er rétt ofan við mitt veiðisvæði og eru allir veiðistaðir í góðu göngufæri. Allir helstu veiðistaðir eru merktir. Lýsingu á veiðistöðum má finna hér – Veiðistaðir.

Í veiðihúsi er svefnaðstaða fyrir 6 manns í tveimur herbergjum en ekki fylgja rúmföt. Borðbúnaður fyrir allt að 10 manns, eldavél ásamt góðri grillaðstöðu, sjónvarp, sturta og vatnssalerni.

Veiðitími

Laxveiðitími er frá 21. júní til 24. september en hægt er að fá veiði í silung frá 1. apríl til 10. júní. Veiðileyfi á silungatíma er hægt að panta á veidi@veiditannastadir.is eða hafa samband við umsjónamenn, sjá neðst á síðunni.

Seldur dagur byrjar alltaf eftir hádegi kl. 16:00 til kl. 13:00 daginn eftir en eftir 20. ágúst byrjar seldur dagur kl. 15:00 til kl. 13:00 daginn eftir. Sami veiðitími er alltaf fyrir hádegi þe. frá 7:00 – 13:00.

Daglegur veiðitími er frá kl.  7:00 – 13:00 og frá kl. 16:00 – 22:00, en eftir 20. ágúst breytist seinni veiðitími dagsins og byrjar veiðitíminn þá kl.  15:00 – 21:00.

Stangarfjöldi

Tvær stangir eru leyfðar fyrir landi Tannastaða og eru þær seldar saman. Í hverju verði á sölusíðunni eru innifaldar 2 stangir og veiðihúsið í 1 sólarhring. Leyft er að veiða með flugu, spón og maðk.

Veiðimenn skila af sér veiðihúsi hreinu og taka allt rusl með sér þegar þeir yfirgefa svæðið.

Veiðileyfi eru seld í netsölu, sjá lausa daga hér á síðunni.

Veiðimenn eru hvattir til að senda síðunni fréttir eftir veru sína við veiðar á Tanganum, hægt er að gera það hér á síðunni undir Hafa samband.

Fyrirspurnir og fréttir má einnig senda á netfangið veidi@veiditannastadir.is

Umsjónamenn eru Jón í síma  891 74 03 Jens í síma 893 10 06